Erfðaskrár

Erfðaskrár

Það verður sífellt algengara að einstaklingar vilji ráðstafa eignum sínum eftir sinn dag, til dæmis til að koma í veg fyrir ágreining á milli erfingja eða einfaldlega til að tryggja að vel sé um alla hnúta búið.

Auk þess hafa margir sem búa í óvígðri sambúð áttað sig á að á milli sambúðarfólks er ekki gagnkvæmur erfðaréttur eins og á milli hjóna. Vill sambúðarfólk því tryggja stöðu þess langlífara eins og kostur er með gerð erfðaskrár.

Lögmenn Fortis annast gerð erfðaskráa og veita einstaklingum ráðgjöf á þessu sviði.

Tengdir málaflokkar

Erfðamál og skipti á dánarbúum

Lögmenn þeir sem starfa hjá stofunni hafa um árabil sérhæft sig erfðamálum og erfðarétti.

Hafa samband

Lögmannsstofan Fortis er staðsett að Laugavegi 7, Reykjavík og er skrifstofan opin frá kl. 9 til 12 og frá kl. 13 til 17 alla virka daga. Viðskiptavinir geta haft samband við lögmenn skrifstofunnar í síma 520-5800, með tölvupósti á netfangið [email protected] eða með því að senda einstökum lögmönnum tölvupóst. Lögmenn skrifstofunnar leggja metnað sinn í að svara fyrirspurnum og erindum viðskiptavina hratt og örugglega.