Starfsmannamál og vinnuréttur
Starfsmannamál og vinnuréttur
Lögmenn Fortis hafa langa reynslu af hvers kyns hagsmunagæslu, ráðgjöf og rekstri ágreiningsmála á sviði opinbers starfsmannaréttar og vinnuréttar.
Meðal þeirra mála sem lögmenn Fortis hafa tekið að sér eru mál vegna uppsagna og ráðninga starfsmanna og embættismanna. Þá hafa lögmenn Fortis annast mál þar sem ágreiningur er um túlkun kjarasamninga, launakjör, rétt til launa í slysa- og veikindaforföllum eða innheimtu vangoldinna launa.
Lögmenn stofunnar hafa einnig aðstoðað við gerð og túlkun kjara- og stofnanasamninga og hafa rekið fjölda vinnuréttarmála fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti, Hæstarétti og Félagsdómi. Þeir hafa einnig tekið að sér að reka vinnuréttarmál fyrir stjórnvöldum, s.s. úrskurðarnefndum, og umboðsmanni Alþingis.
Meðal viðskiptavina Fortis á þessu sviði eru einstaklingar, fyrirtæki, stéttarfélög, stofnanir og sveitarfélög.