Fasteigna- og skipulagsmál

Fasteigna- og skipulagsmál

Lögmenn á lögmannsstofunni Fortis hafa mikla reynslu af hvers kyns fasteignamálum, þ.m.t. ágreiningsmálum sem koma upp í tengslum við kaup og sölu fasteigna, nýbyggingar, skipulags- og byggingarmál og leigusamninga.

Á stofunni er til staðar víðtæk þekking á réttarreglum sem lúta að nýframkvæmdum svo sem skipulags- og byggingarmálum, aðal- og deiliskipulögum, byggingarleyfum, útboðum o.fl. Einnig er veitt lögfræðiráðgjöf varðandi kaupsamninga, verktakasamninga og fleiri þætti sem á reynir á þessu réttarsviði.

Margvísleg álitaefni geta komið upp á milli eigenda fjölbýlishúsa og í húsfélögum. Hjá Fortis er m.a. veitt lögfræðileg ráðgjöf varðandi réttindi og skyldur eigenda fjöleignarhúsa, ákvarðanatöku, skiptingu kostnaðar og önnur ágreiningsmál á milli eigenda.

Á stofunni er einnig til staðar mikil reynsla á sviði leiguréttar, bæði varðandi gerð og túlkun leigusamninga og lok leigusamninga. Þá hafa lögmenn skrifstofunnar rekið dómsmál vegna ágreinings um gildi og túlkun leigusamninga sem og útburðarmál vegna riftunar eða uppsögn leigusamninga.

Meðal viðskiptavina skrifstofunnar í þessum málaflokki eru einstaklingar, fyrirtæki, arkitektastofur, félagasamtök og sveitarfélög.

Tengdir málaflokkar

Fasteignakaupa- og gallamál

Á meðal lögmanna Fortis eru lögmenn sem sérhæfa sig í réttaraðstoð í gallamálum vegna kaupa og sölu á fasteignum og…

Hafa samband

Lögmannsstofan Fortis er staðsett að Laugavegi 7, Reykjavík og er skrifstofan opin frá kl. 9 til 12 og frá kl. 13 til 17 alla virka daga. Viðskiptavinir geta haft samband við lögmenn skrifstofunnar í síma 520-5800, með tölvupósti á netfangið [email protected] eða með því að senda einstökum lögmönnum tölvupóst. Lögmenn skrifstofunnar leggja metnað sinn í að svara fyrirspurnum og erindum viðskiptavina hratt og örugglega.