Persónuverndarmál

Persónuverndarmál

Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af lögfræðiráðgjöf á sviði persónuverndarmála og hafa m.a. aðstoðað fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á því sviði.

Meðal verkefna er ráðgjöf við innleiðingu nýrra reglna um persónuvernd samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, aðstoð við gerð persónuverndarstefnu, gerð vinnslusamninga og önnur aðstoð við mat á ráðstöfunum til að uppfylla kröfur laga um persónuvernd. Lögmenn Fortis taka einnig að sér að sinna hlutverki persónuverndarfulltrúa hjá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og öðrum.

Þá taka lögmenn stofunnar að sér að senda kvartanir til Persónuverndar vegna álitaefna sem tengjast vinnslu og meðferð persónuupplýsinga.

Hafa samband

Lögmannsstofan Fortis er staðsett að Laugavegi 7, Reykjavík og er skrifstofan opin frá kl. 9 til 12 og frá kl. 13 til 17 alla virka daga. Viðskiptavinir geta haft samband við lögmenn skrifstofunnar í síma 520-5800, með tölvupósti á netfangið [email protected] eða með því að senda einstökum lögmönnum tölvupóst. Lögmenn skrifstofunnar leggja metnað sinn í að svara fyrirspurnum og erindum viðskiptavina hratt og örugglega.