Stjórnsýslumál
Stjórnsýslumál
Lögmannsstofan Fortis veitir þjónustu á sviði stjórnsýsluréttar og er til staðar mikil reynsla af rekstri mála gegn stjórnvöldum, til dæmis fyrir hönd einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka. Um er að ræða mál þar sem stjórnvöld hafa brotið gegn reglum stjórnsýsluréttar, t.d. málsmeðferðarreglum eins og reglum um andmælarétt eða vanhæfi, eða þar sem ákvarðanir stjórnvalda byggja á ómálefnalegum sjónarmiðum eða brjóta gegn jafnræðisreglu svo dæmi séu nefnd.
Lögmenn Fortis taka einnig að sér að útbúa kærur vegna ákvarðana stjórnvalda til úrskurðarnefnda eða viðeigandi ráðuneytis sem og að senda kvartanir til umboðsmanns Alþings. Lögmennirnir hafa ennfremur mikla reynslu af rekstri dómsmála gegn opinberum aðilum vegna brota á stjórnsýslureglum.