Um Fortis

Traust & Rótgróin

Á Fortis starfar hópur lögmanna sem veitir fólki, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum alla almenna lögfræðiþjónustu. Lögmannsstofan var stofnuð árið 1973 og lögmenn skrifstofunnar hafa áratuga reynslu og þekkingu á flestum sviðum lögfræði. Lögmenn skrifstofunnar veita trausta og góða þjónustu og er lögð áhersla á persónuleg samskipti við viðskiptamenn

Hjá Fortis starfa lögmenn sem eru sérfróðir um úrlausn slysa- og skaðabótamála, skilnaðar- og erfðamála, ágreinings á sviði vinnuréttar og réttinda starfsmanna. Þá hafa lögmenn Fortis umfangsmikla þekkingu og reynslu af vinnu fyrir fyrirtæki, félagasamtök og sveitarfélög, samninga- og skjalagerð, skiptastjórn í dánar- og þrotabúum. Lögmenn Fortis hafa langa reynslu af málflutningi, bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.

Átt þú rétt á bótum?

Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta

Áríðandi er að leita til læknis strax eftir slys til þess að fá meðferð og láta greina áverkann og skrá hann í sjúkraskýrslu. Ef ekki hefur verið leitað til læknis strax eftir slys þá er mikilvægt að leita til læknis eins fljótt og kostur er.
Ef langur tími líður frá því að slys á sér stað og þangað til læknis er leitað, getur það orðið til þess að erfitt sé að sanna að áverki sé afleiðing slyss. Tryggingafélög geta hafnað bótaskyldu á þeim grundvelli að ekki liggi fyrir sönnun um að áverki tengist slysi.
Leitið til lögmanns og aflið upplýsinga um réttindi og bótaskyldu. Tilkynna þarf slys til viðkomandi tryggingafélags eins fljótt og kostur er því í sumum tilfellum getur bótaréttur fallið niður og glatast ef það dregst að tilkynna slysið. Lögmenn Fortis veita allar upplýsingar og aðstoða við að tilkynna slysið.
Geymið frumrit greiðslukvittana vegna læknis-, lyfja- og sjúkraþjálfunarkostnaðar svo unnt sé að krefja viðkomandi tryggingafélag eða tjónvald um endurgreiðslu á kostnaðinum.
Geymið fatnað og aðra muni sem skemmdust í slysinu þar til ljóst er hvort að þeir fást bættir.

Nánar á Slysamál.is

Starfsemi

Getum við aðstoðað þig við úrlausn þinna mála?
Fyrirtæki, stofnanir, samtök, sveitarfélög

Fortis starfar fyrir íslensk og erlend fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og sveitarfélög af öllum stærðum og gerðum við samninga- og skjalagerð, málflutning og úrlausn ýmiss konar ágreinings- og álitamála sem leysa þarf úr með aðstoð sérfræðinga.

Slysa- og skaðabótamál

Réttur fólks til bóta er mismunandi eftir því hvar og hvernig slysið bar að höndum og hvernig hinn slasaði er tryggður. Því skiptir máli að leita til lögmanna sem eru sérfróðir um slík mál. Lögmenn Fortis leysa úr hundruðum slysa- og skaðabótamála með góðum árangri á ári hverju.

Skilnaðar- og erfðamál

Ágreiningur getur komið upp þegar skipta þarf eignum eftir fráfall í fjölskyldunni Það getur einnig komið í veg fyrir ágreining að búið sé að ganga frá öllum málum með tryggilegum hætti áður en á reynir. Lögmenn Fortis útbúa kaupmála og erfðaskrár, leysa úr skilnaðarmálum og gera upp dánarbú.

Önnur þjónusta sem Fortis veitir

Samningagerð
Úrlausn fasteignagallamála
Úrlausn fasteignakaupamála
Ráðgjöf á sviði vinnuréttar
Skipti dánar- og þrotabúa
Skiptastjórn
Vörn í sakamálum

Starfandi & leiðandi í 40 ár

Starfsmenn

Lögmenn & aðrir starfsmenn
S. Sif Thorlacius

Héraðsdómslögmaður

sif(hjá)fortislogmenn.is

Menntun +
Málflutningsréttindi +
Helstu áherslur í starfi +

Kristján B. Thorlacius

Hæstaréttarlögmaður

kristjan(hjá)fortislogmenn.is

Menntun +
Málflutningsréttindi +
Helstu áherslur í starfi +

Guðmundur Ómar Hafsteinsson

Hæstaréttarlögmaður

gudmundur(hjá)fortislogmenn.is

Menntun +
Málflutningsréttindi +
Helstu áherslur í starfi +

Tinna Björk Gunnarsdóttir

Héraðsdómslögmaður

tinna(hjá)fortislogmenn.is

Menntun +
Málflutningsréttindi +
Helstu áherslur í starfi +

Halldór Hrannar Halldórsson

Héraðsdómslögmaður

halldor(hja)fortislogmenn.is

Menntun +
Málflutningsréttindi +
Helstu áherslur í starfi +

Ragnhildur Kristjana Ásbjörnsdóttir Thorlacius

Löglærður fulltrúi

[email protected]

Menntun +
Helstu áherslur í starfi +

Sigríður H. Kristjánsdóttir

Sérfræðingur

sigridur(hja)fortislogmenn.is

Gunnhildur S. Kjartansdóttir

Ritari

gunnhildur(hjá)fortislogmenn.is

Helga Sigurðardóttir

Ritari

helga(hjá)fortislogmenn.is