Lögfræðiaðstoð við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu
Lögfræðiaðstoð við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu
Lögmenn á stofunni hafa um árabil sinnt ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir ýmis fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í heilbrigðisþjónustu.
Meðal verkefna má nefna aðstoð við stofnun félaga, gerð hluthafasamkomulaga, sölu eignarhluta o.fl. Þá hafa lögmenn skrifstofunnar mikla reynslu af samningaviðræðum fyrir hönd umbjóðenda við ríkissjóð og Sjúkratryggingar Íslands vegna ramma- og þjónustusamninga um heilbrigðisþjónustu.
Starfsmenn Fortis veita ennfremur lögfræðiaðstoð vegna ýmissa annarra þátta sem á reynir í heilbrigðistengdri þjónustu. Má þar sérstaklega nefna persónuverndarmál en einnig starfsmannamál og mál vegna fasteigna svo dæmi séu tekin.
Meðal viðskiptavina Fortis eru félagasamtök, stofnanir, læknastofur, sjúkraþjálfarar o.fl. aðilar í heilbrigðisþjónustu.
Tengdir málaflokkar
Fasteigna- og skipulagsmál
Lögmenn á lögmannsstofunni Fortis hafa mikla reynslu af hvers kyns fasteignamálum, þ.m.t. ágreiningsmálum sem koma upp í tengslum við kaup…
Starfsmannamál og vinnuréttur
Lögmenn Fortis hafa langa reynslu af hvers kyns hagsmunagæslu, ráðgjöf og rekstri ágreiningsmála á sviði opinbers starfsmannaréttar og vinnuréttar.
Stjórnsýslumál
Lögmannsstofan Fortis veitir þjónustu á sviði stjórnsýsluréttar og er til staðar mikil reynsla af rekstri mála gegn stjórnvöldum, til dæmis…
Hlutafélög
Hjá Fortis starfa lögmenn sem hafa lagt stund á sérnám á sviði félagaréttar og hafa til fjölda ára veitt einstaklingum…
Samningsgerð
Um árabil hefur stór hluti af verkefnum lögmanna stofunnar verið ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og lögaðila við gerð hvers konar…
Persónuverndarmál
Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af lögfræðiráðgjöf á sviði persónuverndarmála og hafa m.a. aðstoðað fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á því…